Opinn fundur um konur og fjölmiðla

Konur og fjölmiðlarFöstudaginn 12. september kl. 15-17 standa Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við MARK (Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna), HÍ námsbraut í blaða- og fréttamennsku og Félag fjölmiðlakvenna fyrir opnum fundi um hlut kvenna í fjölmiðlum. Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

Velferðarráðuneytið styrkir viðburðinn.

BKR styrkti MA rannsókn um konur í fjölmiðlum árið 2013 og liggja niðurstöður þeirrar rannsóknar nú fyrir en rannsakandinn kemur m.a. inn á starfsumhverfið á RÚV og 365. Arnhildur Hálfdánardóttur verður með eitt af 3 erindum fundarins en hér má sjá umfjöllun um niðurstöður rannsóknar hennar: Umfjöllun mbl.is
Og hér má nálgast ritgerðina í heild sinni.

Dagskrá fundarins: 

  • “Aðgengi eða áhugi? Munur á efnistökum og vægi frétta eftir karla og konur.” Kynning á niðurstöðum MA rannsóknar. Arnhildur Hálfdánardóttir, MA í blaða- og fréttamennsku
  • Kynning á fjölmiðlaverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), Þórdís Lóa, formaður FKA
  • “Batnandi konum er best að lifa”. Upplifunarfrásögn – hvað lesa ungar konur úr skilaboðum fjölmiðla. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur

Pallborð: Fyrirlesarar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, fyrrverandi aðstoðarritstjóri DV frá Félagi fjölmiðlakvenna, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV og Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2.

Fundarstjóri: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fyrrv. ritstjóri Fréttatímans og stofnandi Inspiral.ly.

Léttar veitingar í boði að fundi loknum.

Viðburðurinn á Facebook

Hlökkum til þess að sjá ykkur sem flest!