Auglýst eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2013-2014.

Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.

Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com

Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir‟. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.

Jafnréttisnefnd BKR stofnuð

Á 97. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík þann 9. mars sl. var jafnréttisnefnd BKR stofnuð.

Í jafnréttisnefnd sitja:

  • Alda M. Magnúsdóttir, Kvenfélagi Árbæjarsóknar
  • Helga Einarsdóttir, Kvenstúdentafélaginu
  • Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, Kvenfélaginu Silfur, formaður BKR
  • Kristjana Sif Bjarnadóttir, Kvenfélagi Langholtssóknar
  • Sigríður Hallgrímsdóttir, Hvöt, formaður jafnréttisnefndar

Á þinginu var jafnframt ákveðið að þema árisins 2013 væri “launajafnrétti”. Jafnréttisnefnd vinnur nú að skipulagningu fundarraðar fyrir haustið 2013 þar sem fjallað verður um kynbundinn launamun. Nánar auglýst síðar.

Ný stjórn BKR hefur tekið til starfa

Ný stjórn hefur formlega tekið til starfa en stjórnarskipti voru á fundi fráfarandi stjórnar og núverandi þriðjudaginn 26. mars sl.

Nýja stjórn skipa:

  • Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður BKR, Kvenfélaginu Silfur og Kvenstúdentafélaginu (kosin 2013 til 3 ára),
  • Hulda Ólafsdóttir, ritari, Kvenstúdentafélaginu (kosin 2012 til 3 ára),
  • Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri, Thorvaldsensfélaginu (kosin 2011 til 3 ára),
  • Alda Magnúsdóttir, Kvenfélagi Árbæjarsóknar,
  • Hjördís Hreinsdótir, Kvenfélaginu Silfur,
  • Hjördís Jensdóttir, Kvenfélagi Hallgrímskirkju,
  • Sigríður Hjálmarsdóttir, Thorvaldsensfélaginu.

Fráfarandi stjórn er þakkað vel unnin störf síðustu árin.

 

Ályktanir 97. þings BKR

Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík harma að enn skuli vera óútskýrður launamunur kynjanna. Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélögum hefur launamunur aukist á liðnum árum. Bandalag kvenna í Reykjavík telur þetta vera óásættanlegt á árinu 2013 og krefst úrbóta.

Samþykkt á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík laugardaginn 9. mars 2013.

Ályktun þessi var send til allra fjölmiðla / dagblaða.

Bandalag kvenna í Reykjavík og aðildarfélög þess skora á alla stjórnmálamenn, sem eru á framboðslistum, sama í hvaða flokki þeir standa, að standa vörð um heimili, skóla, velferð barna og heilbrigðismál að loknum kosningum í apríl n.k.

Greinagerð:

Nóg hefur verið skorið niður sl. fjögur ár í þessum málaflokkum, og þjóðin komin að þolmörkum. Sýnum samstöðu og verjum þessa málaflokka sem eru undirstaða í íslensku samfélagi.

Samþykkt á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík laugardaginn 9. mars 2013.

Ályktun þessi var  send öllum formönnum stjórnmálaflokka, sem fara í framboð vorið 2013.