98. þing BKR verður haldið á alþjóðadegi kvenna, laugardaginn 8. mars 2014, að Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, kl. 10:00 f.h. Húsið opnar kl. 09:30.
Fundarboðið og dagskrárdrög hafa verið póstlögð til formanna aðildarfélaganna ásamt kjörbréfum sem félögin þurfa að fylla út og senda til skrifstofu BKR fyrir 4. mars n.k. Samkv. 5. gr. í lögum bandalagsins, lið b), hefur hvert aðildarfélag heimild til að senda 3 fulltrúa með atkvæðisrétt á þingið, en áheyrnarfulltrúum er heimil seta á ársþingi BKR með málfrelsi og tillögurétti.
Á þinginu verða afhentar viðurkenningar Bandalags kvenna í Reykjavík: Kona ársins, kvenfélag ársins og hvatningarverðlaun BKR.
Að fundi loknum snæðum við hádegisverð saman til heiðurs viðurkenningarhöfum og fögnum starfsárunum 98!
Veitingar:
Kaffi, heilsuskot og ferskir niðurskornir ávextir við komu
Hádegisverður:
Kjúklingabringa með svepparisotto og kryddjurtasalati
Kaffi og sætindi eftir mat
Stjórn BKR
Ingibjörg Vigfúsdóttir, er fædd 19. maí árið 1956, í Seljatungu, Gauðverjabæjarhreppi – í Árnessýslu. Þar ólst hún upp ásamt foreldrum sínum og bræðrum til 16 ára aldurs. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss og síðar útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands. Hún starfaði hjá útgerðarfyrirtækjum , á Eyrarbakka og síðan hjá Granda í Reykjavík í tvo áratugi. Nú starfar hún hjá Skiptum, móðurfélagi Símans, og sinnir þar skipulagningu ferðalaga starfsmanna. Ingibjörg er tvígift og á eina dóttur barna. Hún les mikið, fer gjarnan í leikhús og á tónleika – þykir gaman að borða og elda mat, ekki síst í góðra vina hópi. Fer í laxveiðar á sumrin með manni sínum og vildi gjarnan geta notað afganginn af árinu til ferðalaga.

Sigrún Pálsdóttir les upp úr nýútkominn bók sinni, 





Í boði verða léttar veitingar.